
Borgarskjalasafn Reykjavíkur varðveitir skjalasafn Bjarna Benediktssonar, fv. borgarstjóra og forsætisráðherra. Safnið er mikið að vöxtum og eitt heillegasta skjalasafn einstaklings sem Borgarskjalasafn varðveitir. Það lýsir vel ferli Bjarna frá barnsaldri til andláts.
Bjarni Benediktsson þótti í fremstu röð stjórnmálaforingja Íslendinga á 20. öld. Hann ólst upp í Reykjavík á líflegu heimili í byrjun 20. aldar, hjá foreldrum sem voru mikils metin í íslensku samfélagi. Faðir hans Benedikt Sveinsson var alþingismaður og skjala- og bókavörður sem hefur án eflaust haft áhrif á að Bjarni hélt sérstaklega vel utan um skjöl sín. Móðir Bjarna Guðrún Pétursdóttir þótti kvenskörungur og lét sig mikið varða jafnræði og kvenréttindi.
Bjarni var í senn fræðimaður, framkvæmdamaður og stjórnmálamaður. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1926, aðeins 18 ára og fór þá beint í lögfræðinám hérlendis og erlendis. Hann varð 24 ára prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, síðar bæjarfulltrúi og borgarstjóri, sat á þingi og gegndi mörgum ráðherraembættum og var varaformaður og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann lést sviplega á hátindi ferils síns.
Afkomendur Bjarna Benediktssonar fólu Borgarskjalasafni Reykjavíkur einkaskjalasafni hans til varðveislu á 100 ára afmæli hans árið 2008. Starfsmenn Borgarskjalasafns skráðu safnið og gengu frá því til varðveislu í vandaðar umbúðir. Safnið setti upp sérstaka vefsíðu um Bjarna Benediktsson sem ætlað er að kynna ævi hans og störf auk þess að opna aðgang að einstökum heimildum í safni hans og er slóð hennar www.bjarnibenediktsson.is. Þegar hafa verið sett yfir þrjátíu þúsund skönnuð skjöl inn á síðuna og er vonast til þess að þau nýtist vel bæði fræðimönnum og þeim sem hafa áhuga á sögu eða stjórnmálum. Haldið verður áfram að bæta við skjölum á vefinn.
Einn hlut af safni Bjarna er frá uppvaxtar- og námsárum hans. Þar á meðal eru glósubækur, ritgerðir, handskrifuð skólablöð, einkunnir og fleira. Frá menntaskólaárum Bjarna hafa meðal annars varðveist íslenskir stílar og ritsmíðir sem endurspegla áhugasvið og skoðanir hins upprennandi stjórnmálamanns.
Íslenskir stílar ritaðir af Bjarna Benediktssyni í V. bekk B MR 1924-1925.
http://www.borgarskjalasafn.is/Portaldata/21/Resources/Bjarni_Ben/1_hluti_Uppvaxtar_og_namsar/Askja_01/Ork_06/_slenskir_st_lar_til_prentunar.pdf.
Íslenskar ritsmíðir gjörðar af Bjarna Benediktssyni í VI. bekk B MR 1925-1926.
http://www.borgarskjalasafn.is/Portaldata/21/Resources/Bjarni_Ben/1_hluti_Uppvaxtar_og_namsar/Askja_01/Ork_07/_slenskar_ritsm__ar_til_prentunar.pdf.
Bjarni hélt dagbækur á árunum 1926-1929 sem gefa glögga mynd af lífi hans á háskólaárunum og eru jafnframt ómetanlegar heimildir um tíðarandann í Reykjavík á þessum tíma og hvernig stjórnmálamaður mótast.
Dagbók Bjarna Benediktssonar árið 1926.
http://www.borgarskjalasafn.is/Portaldata/21/Resources/bjarni_ben/1_hluti_uppvaxtar_og_namsar/askja_02/ork_06/dagbok_1926/Dagbok_Bjarni_Benediktsson_1926.pdf.
Dagbók Bjarna Benediktssonar árið 1927.
http://www.borgarskjalasafn.is/Portaldata/21/Resources/Bjarni_Ben/1_hluti_Uppvaxtar_og_namsar/Askja_02/Ork_06/Dagbok_Bjarna_Ben_1927.pdf.
Dagbók Bjarna Benediktssonar árið 1928.
http://www.borgarskjalasafn.is/Portaldata/21/Resources/Bjarni_Ben/1_hluti_Uppvaxtar_og_namsar/Askja_02/Ork_07/Dagbok_Bjarna_Ben_1928.pdf.
Dagbók Bjarna Benediktssonar árið 1929 (hluti af dagbók).
http://www.borgarskjalasafn.is/Portaldata/21/Resources/bjarni_ben/1_hluti_uppvaxtar_og_namsar/askja_02/ork_07/dagbok_1929/Dagbok_Bjarna_Benediktssonar_1929.pdf.
Texti: Svanhildur Bogadóttir.
Þetta efni er frá Borgarskjalasafni Reykjavíkur