„ …, sátum við þar lengi og röbbuðum.“
Borgarskjalasafn Reykjavíkur varðveitir skjalasafn Bjarna Benediktssonar, fv. borgarstjóra og forsætisráðherra. Safnið er mikið að vöxtum og eitt heillegasta skjalasafn einstaklings sem Borgarskjalasafn varðveitir. Það lýsir vel ferli Bjarna frá barnsaldri til andláts. Bjarni Benediktsson þótti í fremstu röð stjórnmálaforingja Íslendinga á 20. öld. Hann ólst upp í Reykjavík á líflegu heimili í byrjun 20. aldar, …