Minni Jónasar Sigfússonar

Jónas Sigfússon Bergmann var fæddur árið 1796 á Bæ á Höfðaströnd. Hann lést 12. maí 1844 í Glæsibæjarsókn í Eyjafirði. Kona hans var Valgerður Eiríksdóttir fædd 15. maí 1799 í Ljósavatnssókn í S.-Þing. Hún lést 8. janúar 1853 í Glæsibæjarsókn í Eyjafirði. Þau giftust 5. október 1822 og eignuðust 10 börn (skv. Íslendingabók).

Jónas var bóndi og hreppstjóri í Garðsvík á Svalbarðsströnd, bóndi þar 1835. Varð fjárríkasti maður í hreppnum og þótti bera höfuð yfir samtímabændur á Svalbarðsströnd.

Samkvæmt manntalinu 1845 er Valgerður orðin ekkja eftir mann sinn.

Gera má ráð fyrir að sá sem ritar undir minnið sé höfundur verksins, en um hann er ekkert vitað.

Um minni Jónasar Sigfússonar

Enga dagsetningu er að finna í minninu en samkvæmt upplýsingum sem fundist hafa um þær persónur sem koma fram í því, má gera ráð fyrir að það sé ort á tímabilinu 1844-1853.

Það er handritað eins og sjá má á meðfylgjandi myndum en einnig fylgir með uppskrift á verkinu.

Minni Jónasar er að finna í einkasafni Helgu Björnsdóttur og Hreiðars Gottskálkssonar á Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar.

Uppskrift af Minni Jónasar Sigfússonar.

 

Þetta efni er frá Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar