
Jónas Sigfússon Bergmann var fæddur árið 1796 á Bæ á Höfðaströnd. Hann lést 12. maí 1844 í Glæsibæjarsókn í Eyjafirði. Kona hans var Valgerður Eiríksdóttir fædd 15. maí 1799 í Ljósavatnssókn í S.-Þing. Hún lést 8. janúar 1853 í Glæsibæjarsókn í Eyjafirði. Þau giftust 5. október 1822 og eignuðust 10 börn (skv. Íslendingabók).
Jónas var bóndi og hreppstjóri í Garðsvík á Svalbarðsströnd, bóndi þar 1835. Varð fjárríkasti maður í hreppnum og þótti bera höfuð yfir samtímabændur á Svalbarðsströnd.
Samkvæmt manntalinu 1845 er Valgerður orðin ekkja eftir mann sinn.
Gera má ráð fyrir að sá sem ritar undir minnið sé höfundur verksins, en um hann er ekkert vitað.
- Minni Jónasar Sigfússonar, forsíða.
- Minni Jónasar Sigfússonar.
- Minni Jónasar Sigfússonar.
- Minni Jónasar Sigfússonar.
- Minni Jónasar Sigfússonar.
- Minni Jónasar Sigfússonar.
- Minni Jónasar Sigfússonar.
Um minni Jónasar Sigfússonar
Enga dagsetningu er að finna í minninu en samkvæmt upplýsingum sem fundist hafa um þær persónur sem koma fram í því, má gera ráð fyrir að það sé ort á tímabilinu 1844-1853.
Það er handritað eins og sjá má á meðfylgjandi myndum en einnig fylgir með uppskrift á verkinu.
Minni Jónasar er að finna í einkasafni Helgu Björnsdóttur og Hreiðars Gottskálkssonar á Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar.
Uppskrift af Minni Jónasar Sigfússonar.
Þetta efni er frá Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar