Þann 24. júní 1703 er gengið frá manntalsskrá í Engihlíðarhreppi í Húnavatnssýslu. Einn hreppstjóranna Sigmundur Helgason skrifar fyrstur undir og hefur líklega haft forystu um manntalstökuna. Eftir að kollegar hans Guðmundur Sveinsson og Guðmundur Þorsteinsson hafa skrifað undir með honum. Lítur út fyrir að Sigmundur hafi laumað vísu sinni aftast í skýrslu Engihlíðarhrepps, etv. án þeirra vitundar.
Eruidislaun Ei aukast mier,
opt þo veikur kræla,
voldugir Riettum renna ad sér,
Enn reikinn aumer Suæla.Sigmundur Helgason
Meh
Með nútíma stafsetningu lítur textinn svona út:
Erfiðislaun ei aukast mér,
oft þó veikur kræla.*
Voldugir réttum renna að sér,
en reykinn aumir svæla.
______________________
*erfiða, reyni að afla fanga.
Þetta er eina dæmið um kveðskap í manntalinu.
Hér að neðan má sjá síðuna í heild sinni:
Þetta efni er frá Þjóðskjalasafni Íslands