Dagbækur Jóns Jóakimssonar frá Þverá

Jón Jóakimsson frá Þverá

Mynd 2: Jón Jóakimsson frá Þverá.

Mynd 1: Dagbækur Jóns Jóakimssonar frá Þverá.

Í Héraðsskjalasafni Þingeyinga er að finna dagbækur Jón Jóakimssonar frá Þverá (E-147/2) . Jón Jóakimsson var fæddur 26. janúar 1816 og lést þann 16. apríl 1893. Fyrri kona Jóns var Herdís Ásmundsdóttir frá Stóruvöllum og seinni kona hans var Bergljót Guttormsdóttir ættuð úr Fljótsdal.

Jón bjó á Þvera á Laxárdal 1844-1893. Hann ritaði dagbók frá 1844 til 1892. Dagbókin hefur að geyma mikinn fróðleik um verðurfar og daglegt líf í Helgastaðahreppi um 48 ára skeið. Dagbókin hefur verið bundin inn í þrjú bindi og er samtals um 1200 síður.

Úr dagbókinni

19. mars 1859: “Alstaðar jarðlaust og almennt heyskortur og voðalegasta ástand alstaðar að frétta vegna heyleysis. Tók ég frá Auðnum af Sigríði 4 ær og hrossið án þess ég gæti það, og er nú um það bil að verða strálaust þar og líklega hjá Gísla líka og ekkert fyrir búið nema dauðinn, því enginn getur hjálpað”

15. júní 1859: “Þingdagur. – Nóg jastur og jag, var ég enn þá neyddur til að vera hreppstjóri þetta árið”.

Opna í dagbókinni þar sem sagt er frá harðindavorinu 1859.

Opna í dagbókinni þar sem sagt er frá harðindavorinu 1859.

 

Þetta efni er frá Héraðsskjalasafni Þingeyinga