Björn Jóhannesson

Mynd 1: Björn Jóhannesson. Ljósmynd af blýantsteikningu eftir Arngrím Gíslason.

Björn Jóhannesson var fæddur á Halldórsstöðum í Kinn þann 24. janúar 1831. Hann lést þann 13. ágúst 1904. Björn var giftur Guðnýju Jakobínu Jóhannesdóttur. Björn var bóndi á Finnsstöðum 1861-71, í Landamótsseli, Kinn 1873-89 og í Barnafelli, Ljósavatnshreppi 1889-98.

Klapprúnir

Mynd 2: E-171/10. Klapprúnir.

Í skjölum Björns er að finna ýmis kvæði, ljóð og vísur sem hann hefur safnað að sér. Í safninu er einnig að finna galdrakver frá um miðja 19. öld og kver með rúnum. Rúnir eru elsta form skrifleturs meðal germanskra þjóða. Orðið rún getur merkt leyndarmál, einkamál eða vísdómur.

Galdrakver frá um miðja 19. öld.

Mynd 3: E-321/11 Galdrakver frá miðri 19. öld.

Í galdrakverinu eru margir spennandi og áhugaverðir galdrar. Hvern langar t.d. ekki að skilja fuglamál eða að tryggja að mann dreymi það sem maður vill?

Þetta efni er frá Héraðsskjalasafni Þingeyinga