Horfnir Húnvetningar

Óþekktur Húnvetningur

Óþekktur Húnvetningur.

Óþekktur Húnvetningur.

Sjónrænar upplýsingar eins og ljósmyndir geta gefið sögunni líf. Á ljósmyndum má nálgast sögulegar upplýsingar á annan hátt en úr rituðum texta. Þær geta verið af ólíkum toga. Myndefnið getur gefið upplýsingar um stöðu fólks, heilsufar, tísku, búskaparhætti eða veitt annars konar sýn á þekkta atburði. Sá mikli fjöldi ljósmynda af fólki sem finna má á skjalasöfnum eru vannýttur menningarauður. Stór hluti ljósmyndanna sem varðveittar eru á Héraðsskjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu eru af óþekktu fólki og oft er lítið vitað um uppruna myndanna. Þær veita engu að síður ýmsar upplýsingar um liðna tíð.

Óþekktur Húnvetningur

Óþekktur Húnvetningur.

Í skráningarátaki sem nú stendur yfir á Skjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu hefur verið skráður fjöldinn allur af ljósmyndum, en ekki hefur tekist að nafngreina stóran hluta þeirra einstaklinga sem sjást á ljósmyndunum. Á norræna skjaladeginum í ár verður haldin sýning á þeim ljósmyndum. Með því viljum við freista þess að fá nöfn við þessi leyndardómsfullu andlit en einnig að velta fyrir okkur hvað nafnlausir einstaklingar á ljósmyndum úr fortíðinni geta sagt okkur um sjálfa sig og samtíma sinn.

 

 

Þetta efni er frá Héraðsskjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu