Gjörðabók fannst í yfirgefnu húsi

Fyrsta síða í gjörðabók Ræðuklúbbs Sauðárkróks

Fyrsta síða í gjörðabók Ræðuklúbbs Sauðárkróks.

Ræðuklúbburinn var félag borgara á Sauðárkróki sem starfaði frá 1894-1902. Lengi hefur verið vitað um tilvist þessa klúbbs, en þó ekkert vitað um hvað fór fram á fundum hans. Fyrir tiltölulega stuttu síðan fannst hins vegar fyrir tilviljun gjörðabók félagsins í yfirgefnu húsi og finnandinn sá að bókin sú væri betur komin á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga en þar sem hún lá í óreiðu.

Bókin er minnisvarði um uppbyggingatíma Sauðárkróks, þar sem borgarar bæjarins hittust reglulega, ræddu þau mál sem til framfara horfðu í samfélaginu og leituðu leiða til að koma þeim í framkvæmd. Gjörðabók Ræðuklúbbsins á Sauðárkróki er einn af dýrgripum Héraðsskjalasafns Skagfirðinga minnisvarði um framfarahug og bjartsýni frumbyggja Sauðárkróks.

Sauðárkrókur um aldamótin 1900

Sauðárkrókur um aldamótin 1900. Þá starfaði Ræðuklúbbur Sauðárkróks í bænum og lét ýmis framfaramál til sín taka.

 

Þetta efni er frá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga