Mynd 1: Þura Árnadóttir (f. 26.1.1891 – d. 15.6.1963).
Í Héraðsskjalasafni Þingeyinga er að finna handritasafn Þuru Árnadóttur frá Garði í Mývatnssveit.
Þura Árnadóttir eða Þura í Garði var dóttir Árna Jónssonar bónda í Garði og Guðbjargar Stefánsdóttur konu hans. Þura byrjaði snemma að yrkja og varð þjóðsagnapersóna fyrir vísur sínar. Vísnakver hennar var tvívegis gefið út og að auki birtust eftir hana nokkrar greinar í blöðum og tímaritum um þjóðlegt efni.. Hún Iét eftir sig handskrifað kver (E-16/5) sem hún kallaði „Bernskubrek og æskusyndir”, með vísum sem hún orti á æskuárum sínum. Þura safnaði saman ýsmu efni um ættir sínar og heimasveit. Hún gaf m.a. út bók um Skútustaðaættina 1951.
Hún starfaði lengi í Ungmennafélaginu Mývetningi og var meðal annars fyrst kvenna formaður félagsins. Hún hafði mikinn áhuga á ræktun plantna og var í stjórnartíð hennar var unnið að gróðursetningu í kirkjugarðinum á Skútustöðum. Hún vann einnig mikið verk við gróðursetningu í Höfða. Samkvæmt lista (E-738/12) sem hún tók saman 1935 þá fann hún 111 mismunandi plöntur í Höfða.
Þetta efni er frá Héraðsskjalasafni Þingeyinga