Dagskrá í Þjóðskjalasafni Íslands

Opið hús verður í Þjóðskjalasafni Íslands á norrænum skjaladegi 9. nóvember 2013 frá kl 11:00 til 16:00. Dagskráin fer fram í skrifstofubyggingu safnsins að Laugavegi 162, gengið inn um portið. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Sýning á frumskjölum manntalsins 1703 verður opin frá kl 11:00 – 16:00. Sýningin verður einnig opin laugardaginn 16. nóvember frá kl 11:00 – 16:00.

Lestrarsalurinn verður opinn kl 11:00 – 16:00. Leiðbeint verður um notkun manntalsvefsins og aðrar aðgengilegar heimildir til ættfræðirannsókna í Þjóðskjalasafni Íslands.

Fjögur erindi verða flutt í fyrirlestrarsal á 3. hæð:

Tími Fyrirlesari/erindi
13:00 Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður. „Fullkomið registur yfir alt fólkið í landinu“.
13:20 Hildur Biering sagnfræðingur. „Fósturbörn í manntalinu 1703“.
14:00 Már Jónsson prófessor. „Jarðabókarnefnd Árna Magnússonar og Páls Vídalíns“.
42:20 Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur og ljóðskáld. „Amlóðar og eymdarfuglar“.

Boðið verður upp á kaffiveitingar í fyrirlestrarsal.