Handrit Sölva Helgasonar

Teikningar og klippimyndir Sölva eru varðveittar víða um land, jafnt hjá söfnum og í einkaeigu. Þessi klippimynd Sölva er varðveitt í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Sölvi Helgason hefur áunnið sér sess sem einn sérstæðasti listamaður sem Ísland hefur alið. Sölvi naut ekki velvildar á sinni ævitíð og var í sífelldum átökum við yfirvöld á Íslandi, enda laut …

More

Bréf til systur í Vesturheimi

Bréf Steinunnar Stefánsdóttur, bls 1. Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar var nýlega afhent dýrmætt bréf. Bréf þetta sendi Steinunn Stefánsdóttur (1855-1942) í Fíflholtum í Hraunhreppi fyrir rúmum 90 árum til systur sinnar í Vesturheimi, Ingveldar Stefánsdóttur (f. 1860). Afkomendur Ingveldar varðveittu bréfið eftir hennar dag en komu því síðan til afkomenda Steinunnar. Þeir afhentu síðan bréfið á héraðsskjalasafnið …

More

Lausamennskubréf kvenna

Konur hafa í gegnum árin, sjaldan verið rúmfrekar í einkaskjalasöfnum. Þó eru til dæmi um að konur hafi þar vinninginn á við karla. Í Héraðsskjalasafninu i Vestmannaeyjum eru þrjú dæmi um svokölluð „lausamennsku(leyfis)bréf“ kvenna, en ekkert lausamennskubréf karlmanns. Aftur á móti eru í skjalasafni sýslumannsins í Vestmannaeyjum, frá árinu 1873-1909, tugir umsókna um svokölluð „húsmennskuleyfi“, …

More

Björn Jóhannesson

Mynd 1: Björn Jóhannesson. Ljósmynd af blýantsteikningu eftir Arngrím Gíslason. Björn Jóhannesson var fæddur á Halldórsstöðum í Kinn þann 24. janúar 1831. Hann lést þann 13. ágúst 1904. Björn var giftur Guðnýju Jakobínu Jóhannesdóttur. Björn var bóndi á Finnsstöðum 1861-71, í Landamótsseli, Kinn 1873-89 og í Barnafelli, Ljósavatnshreppi 1889-98. Í skjölum Björns er að finna …

More

Leikur, fórnfýsi, áhugi

Úr leikskrá Leikfélags Gagnfræðaskóla Siglufjarðar frá skólaárinu 1975-1976. Hér að ofan er sýnishorn úr 16 síðna leikskrá frá skólaárinu 1975-1976 þar sem nemendur tóku fyrir gamanleikinn „Svefnlausi brúðguminn“ sem leikstýrt var af hinum landskunna leikara Theódóri Júlíussyni. Þáverandi skólastjóri Gunnar Rafn Sigurbjörnsson segir til að mynda í leikskrá frá skólaárinu 1975-1976 að þeir sem fylgjast …

More

„Í rauninni ertu mesta dugnaðar telpa“

Opinber skjalasöfn eins og Borgarskjalasafn Reykjavíkur varðveita fyrst og fremst skjöl opinberra aðila. Þar er um að ræða til dæmis fundargerðir ráða og stjórna, bréfaskipti og annað sem lýsir málsmeðferð og þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar eða ekki verið teknar. Opinber skjöl eru mikilvæg fyrir almenning og fræðimenn rekja sögu og geta nálgast upplýsingar …

More

Þura Árnadóttir

Mynd 1: Þura Árnadóttir (f. 26.1.1891 – d. 15.6.1963). Í Héraðsskjalasafni Þingeyinga er að finna handritasafn Þuru Árnadóttur frá Garði í Mývatnssveit. Þura Árnadóttir eða Þura í Garði var dóttir Árna Jónssonar bónda í Garði og Guðbjargar Stefánsdóttur konu hans. Þura byrjaði snemma að yrkja og varð þjóðsagnapersóna fyrir vísur sínar. Vísnakver hennar var tvívegis …

More